Við skírðum í gær. Pilturinn fékk nafnið Matthías Páll sem er ekki í höfuð á einum né neinum nema kannski tveimur lærisveinum forðum daga. Skírnin fór fram á heimili tengdaforeldra að Fjarðarási og var indæl. Allir mættu sem gátu og þetta var gaman. Íris Kristjáns gamla bekkjarsystir og núverandi prestur í Hjallakirkju í Kópavogi skírði. Það var síðan gaman að rifja upp skólaárin á eftir.
Sólrún stóð sig með prýði í bakstrinum og voru veitingar að venju glæsilegar. Spennufallið var gífurlegt þegar veislunni var lokið og maður var eiginlega í lausu lofti fram eftir degi í dag. Ef ég hefði ekki þessa magapest þá hefði ég sjálfsagt ekki gert handtak í dag. En postulínsaltarið var mikið heimsótt í dag. Ég er samt allur að koma til og gæti jafnvel spilað á morgun við Litháa menn.
kveðja,
Arnar
Sólrún stóð sig með prýði í bakstrinum og voru veitingar að venju glæsilegar. Spennufallið var gífurlegt þegar veislunni var lokið og maður var eiginlega í lausu lofti fram eftir degi í dag. Ef ég hefði ekki þessa magapest þá hefði ég sjálfsagt ekki gert handtak í dag. En postulínsaltarið var mikið heimsótt í dag. Ég er samt allur að koma til og gæti jafnvel spilað á morgun við Litháa menn.
kveðja,
Arnar
Ummæli